Hvammur

Glæsilegt hús á sunnanverðu Snæfellsnesi, um 70 km frá Borgarnesi, 30 km frá Stykkishólmi og 5 km frá Vegamótum. Það stendur upp við Hjarðarfell og er um 165 fm með 4 svefnherbergjum, 3 herbergi með hjónarúmum og eitt með kojum .Einnig fylgir rimlarúm , barna stóll , sængur og koddar fyrir 12 manns.Það eru 2 stofur og í stærri stofunni eru 2 tvíbreiðir svefnsófar.Lök eru á rúmum og lök fyrir svefnsófa fylgja..Tvö baðherbergi, þvottahús með þvottavél , þurrkara og og frystikistu.Stórt eldhús, sem er mjög vel búið tækjum, áhöldum og borðbúnaði.Garðurinn er gróinn og skjólgóður með pöllum,garðhúsgögnum, leiktækjum fyrir börnin, stóru gasgrilli og heitum potti.Það er salt hitaveituvatn sem rennur í heita pottinn. Hreinlætisvörur fylgja, þar á meðal viskustykki ,  borðklútar og þvottaefni . Fallegir borðdúkar fylgja húsinu
Dvalargestir eiga að skila húsinu hreinu ,Ef svo er ekki er tekið þrifagjald að upphæð 15.000 kr . Þetta er reyklaust hús .
Hjólhýsi,fellihýsi,tjaldvagnar og tjöld er ekki leyfð .

Verðskrá  .Sumar 2014

Vikuleiga

Föstudagur -föstudags.  110.000. kr

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Verðskrá : Vetur 2013-2014

Dagsleiga
Virkir dagar  lágmark 3 dagar   15.000 kr sólarhringurinn

Helgarleiga

Föstudagur-sunnudags     50.000 kr

Vikan

Föstudagur-föstudags       99.000 k

Leiga á handklæðum  500 kr (Baðhandklæði , lítið handklæði og þvottastykki) fyrir manninn . Leiga á rúmfötum . 1.000 kr. Fyrir manninn. Hægt er að kaupa þrif fyrir  15.000 kr.
Nánari upplýsingar og pantanir í síma 862-6558/435-6666 eða  hognibara@internet.isHægt er að skoða myndir í myndaalbúmi hér efst á síðunni.


Svæðið í kring er tilvalið til útivistar fyrir fjölskyldur, gönguhópa, vinahópa o.fl. Þarna er mjög víðsýnt og fallegt umhverfi.Skemtilegar  gönguleiðir, t.d. eftir gömlu þjóðleiðinni sem liggur í gegnum landið og inn á Kerlingarskarð. Á norðanverðri öxl Kerlingarfjalls má sjá kerlinguna steinrunna með silungakippu á bakinu. Auðvelt er að ganga upp á Rófuborg, sem er gamall eldgígur uppi á Hjarðarfellshlíðinni og í botni gígsins er lítið vatn. Þar ofar og nokkuð lengra er keilan Rauðakúla sem dregur nafn sitt af rauðri gjóskunni . Við mælum einnig sterklega með að fara hringleiðina um Snæfellsnesið og njóta alls þess, sem að þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða.Stutt er yfir í Stykkishólm og njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða og fara síðan í siglingu um Breiðafjörðinn .Það er aðeins lengra að skreppa inn í Grundarfjörð en það er ómaksins virði. Hægt er að fara gömlu þjóðleiðina um Berserkjarhraun og fara yfir gömlu brúna yfir Hraunsfjörð .                           

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 33
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 91263
Samtals gestir: 31955
Tölur uppfærðar: 22.9.2014 04:13:28